Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Bára Mjöll Þórðardóttir

Forstöðumaður samskiptasviðs

21. ágúst 2019

Sýn hf. hlýtur jafnlaunavottun

Sýn hlaut á dögunum formlega jafnlaunavottun á allt félagið en úttektin var framkvæmd í maí síðastliðnum af BSI á Íslandi. Með vottuninni staðfestist að hjá Sýn er starfrækt jafnlaunakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun innan fyrirtækja og styðja við jafnrétti kynjanna á vinnustaðnum.

Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Sýn komið sér upp stjórnkerfi sem styður við faglegar launaákvarðanir, byggðar á málefnalegum sjónarmiðum sem fela ekki í sér kynbundna mismunun.

Fyrirtækið hefur samhliða þessu tekið í notkun hugbúnaðarlausn frá PayAnalytics til launagreininga en með þeirri lausn má með einföldum hætti skoða áhrif nýráðninga, tilfærslna og launahækkana á launabilið. Þannig verður hver launaákvörðun agaðri og tryggt verður að sömu laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf, burtséð frá því hver gegnir starfinu.

Helen Breiðfjörð, mannauðsstjóri, segir að lögð sé rík áhersla á jafnréttismál og að jafnlaunavottun sé liður í þeirri vegferð. „Við erum afar stolt af því að hafa nú fengið viðurkenningu á því góða starfi sem hér hefur verið unnið síðustu misseri. Vinnu okkar í jafnréttismálum er þó hvergi nærri lokið og margt spennandi í pípunum. Jafnlaunavottunin er þó klárlega skref í rétta átt.“