5. febrúar 2025
Afkoma 4F og ársuppgjör 2024
Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut 8
Stjórn Sýnar hf. mun taka fyrir og samþykkja árshlutareikning samstæðunnar fyrir fjórða ársfjórðung og ársuppgjör 2024 á stjórnarfundi sem fer fram fimmtudaginn 20. febrúar. Uppgjörið verður birt í framhaldinu, eftir lokun markaða.
Fjárfestafundur verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2025 frá og með kl. 08:30 í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 8, Reykjavík. Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi, en vefslóðin verður birt hér: https://syn.is/fjarfestatengsl/arshlutareikningar Tekið er á móti fyrirspurnum og þeim svarað á fjarfestatengsl@syn.is.