Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Þrjú áherslusvið

Samfélagsábyrgð félagsins skiptist í þrjú áherslusvið; sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni.

Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir félagið og alla hagsmunaaðila. Við leggjum einnig áherslu á aukna sjálfbærni og leggjum mikið upp úr því að halda jafnvægi á milli efnahags, umhverfis og samfélags í rekstrinum auk þess sem við störfum í hlítni við íslensk lög, reglur og almenn viðmið.

Sameiginlegt virði

Við leggjum okkur fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfið sem við störfum í og samfélagið allt og skapa þannig snjallara samfélag.

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á sjálfbærni með tilliti til mannauðs, umhverfis og efnahags.

Hlítni

Sýn hefur komið sér upp gildum, ferlum og skipulagi til að koma í veg fyrir að félagið valdi skaða með starfsemi sinni.