Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Styrkir

Sýn tekur virkan þátt í margvíslegum samfélagsmálum með stuðningi sem snýr að stefnu og áherslum félagsins. Við styðjum við og styrkjum ýmis verkefni.
Sem dæmi má nefna:

  • Slysavarna- og björgunarmál
  • Fjarskiptastyrkir til nýsköpunarfyrirtækja
  • Fræðsla fyrir fjölmiðlafólk og viðmælendur
  • Menningar- og íþróttaviðburðir
  • Góðgerðarmál

Þótt öll erindi verðskuldi athygli viljum við taka fram að við styðjum ekki eða auglýsum hjá einstaklingum. Við styrkjum ekki félög eða samtök þar sem gert er upp á milli fólks á grundvelli kynþáttar, trúar, kyns eða kynhneigðar og við styrkjum ekki viðburði sem eiga sér stað utan Íslands. Allir sem óska eftir stuðningi eða styrk frá Sýn til verkefna eða viðburða, hvort sem um er að ræða vörur eða fjármuni, eru beðnir um að fylla út formið hér að neðan. Við svörum öllum umsóknum sem okkur berast og leggjum okkur fram við að afgreiða erindin faglega og í takt við stefnu fyrirtækisins. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla styrkumsókna taki allt að tveimur vikum.