Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Styrkir, samstarf og auglýsingar

Sýn tekur virkan þátt í margvíslegum samfélagsmálum með stuðningi af ýmsum toga. Margir leita til okkar eftir stuðningi eða samstarfi og því veljum við vandlega þau verkefni sem við styrkjum.

Þótt öll erindi verðskuldi athygli viljum við taka fram, að við styðjum ekki eða auglýsum hjá einstaklingum heldur aðeins félögum eða samtökum. Þar eru þó undanskilin félög eða samtök þar sem gert er upp á milli fólks á grundvelli kynþáttar, trúar, kyns eða kynhneigðar – við afþökkum allt slíkt. Við styrkjum ekki staka viðburði sem gefa okkur lítil sem engin tækifæri á að eiga samskipti við almenning og við styrkjum ekki viðburði sem eiga sér stað utan Íslands.

Hins vegar viljum við heyra frá þér ef verkefnið þitt er til þess fallið að vekja athygli á Sýn á skemmtilegan og sérstæðan máta. Það spillir ekki fyrir ef verkefnið endurspeglar þann eldmóð sem einkennir okkar daglegu störf!

Allir sem óska eftir stuðningi eða styrk frá Sýn til verkefna eða viðburða, hvort sem um er að vörur eða fjármuni, eru beðnir um að fylla út formið hér að neðan. Við svörum öllum umsóknum sem okkur berast og leggjum okkur fram við að afgreiða erindin faglega og í takt við stefnu fyrirtækisins. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla styrkumsókna taki allt að tveimur vikum.

Fjarskiptastoð Vodafone

Í gegnum Fjarskiptastoð skuldbindur Vodafone sig til að úthluta allt að 100 fjarskiptatengingum á ári til uppbyggingarverkefna sem stuðla að uppbyggingu í íslensku samfélagi eins og nýrra fyrirtækja, nýsköpunar og annarra mikilvægra verkefna. Til fjarskiptastyrksins telst grunnfjarskiptaþjónusta, þ.e.a.s. nettenging, farsími og sjónvarp.

Úthlutun úr Fjarskiptastoð Vodafone fer fram tvisvar á ári, í mars og september, en við úthlutun er sérstaklega horft til nýsköpunarfyrirtækja og annarra verkefna sem teljast mikilvæg til uppbyggingar í íslensku samfélagi.

Úthlutunarreglur

Úthlutun úr Fjarskiptastoð Vodafone fer fram tvisvar á ári, í mars og september.

Allir geta sótt um, en við úthlutun er sérstaklega horft til nýsköpunarfyrirtækja og annarra verkefna sem teljast mikilvæg til uppbyggingar í íslensku samfélagi.

Umsókn þarf að berast fyrir 1. febrúar til að eiga möguleika á úthlutun í mars og fyrir 1. ágúst til að eiga möguleika á úthlutun í september.

Í úthlutunarnefnd situr:

  • Þorvarður Sveinsson, rekstrarstjóri