Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Fjárfestatengsl

Nýtt og enn öflugra sameinað fyrirtæki

Breytingar urðu á rekstri Sýn hf. á árinu 2017 þegar félagið gekk frá kaupum á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. þann 1. desember og sameinaði þar með tvær öflugar einingar í eina.

Rekstur félagsins innifelur einn mánuð af sameiginlegum rekstri og efnahagi og áhrifa gætir af einskiptiskostnaði vegna kaupanna. Reglugerð Evrópusambandsins um afnám reikigjalda hafði talsverð áhrif á farsímatekjur og var áhersla lögð á mótvægisaðgerðir.

Félagið tók yfir rukkun aðgangsgjalda Gagnaveitu Reykjavíkur og gætir áhrifa bæði í tekjum af interneti og kostnaðarverði seldra vara. Félagið flutti í nýjar höfuðstöðvar að Suðurlandsbraut sem væntingar standa til að skili haghöfum miklum ávinningi.

Frekari upplýsingar um fjárfestatengsl félagsins verða fyrst um sinn áfram aðgengilegar á vodafone.is, nánari upplýsingar má finna hér.

Opið vinnurými í höfuðstöðvum Sýnar að Suðurlandsbraut 8

Hafðu samband

Vegna fjárfestatengsla:

Guðfinnur Sigurvinsson, Samskiptastjóri, fjarfestatengsl@syn.is

Vegna regluvörslu:

Guðrún Gunnarsdóttir, Regluvörður, regluvordur@syn.is