Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Starfsmannastefna Sýnar

Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Ráðningar

Sýn vill ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Fólk er ráðið á faglegum forsendum og samkvæmt vel skilgreindum starfsgreiningum.

Leit að nýjum liðsmönnum hefst að öllu jöfnu innanhúss en leitað er út fyrir fyrirtækið þegar þess þarf, til að styrkja öfluga liðsheild.

Starfsþróun

Sýn vill skapa tækifæri fyrir starfsfólk til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja.

Starfsþróun getur bæði falist í breytingum á starfi sem starfsmaður gegnir og í tilfærslu í annað starf. Við erum stolt af því hve stórt hlutfall ráðninga hvers árs eru ráðningar innanhúss

BESTA vinnuumhverfið

Við höfum búið starfsfólki okkar framúrskarandi vinnuumhverfi sem er sérsniðið að þörfum okkar starfsemi. Við hönnun vinnustaðarins voru heilsa og þægindi starfsmanna höfð að leiðarljósi.

Í nýjum, glæsilegum höfuðstöðvum fyrirtækisins hefur verið innleidd hugmyndafræði sem snýr að bættu vinnuumhverfi en hugmyndafræðina köllum við BESTA vinnuumhverfið.

BESTA Bistro

BESTA Bistro er veitingastaður Sýnar og er staðsettur á efstu hæð höfuðstöðvanna. Þar nýtur starfsfólk útsýnisins og gæðir sér á meistaramáltíðum á hverjum degi.

Mikið er lagt upp úr því að bjóða hollan og góðan mat, unninn úr úrvals hráefnum á góðu verði.

Góður starfsandi

Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og því að hafa gaman í vinnunni. Boðleiðir eru stuttar og við hjálpumst öll að við að ná settum markmiðum.

Innan fyrirtækisins starfar öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir viðburðum fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra en auk þess eru fjölmargir klúbbar starfræktir á meðal starfsfólks t.d. hjólahópur, hlaupahópur, royalistafélag og gönguhópur svo fátt eitt sé nefnt.

Jafnrétti

Sýn metur alla starfsmenn að verðleikum og leggur sig fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Hjá Vodafone er starfandi jafnréttisnefnd sem tryggir að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar, þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana eða annarra þátta.

Mikil áhersla er lögð á að auka hlut kynjanna í þeim störfum þar sem kynjaskekkja er ráðandi.

UNI

UNI er regnhlífarhugtak sem nær yfir allt fræðslustarf innan Sýnar. Með UNI viljum við tryggja góða og samræmda grunnþjálfun starfsmanna um leið og við veitum starfsfólki sérhæfða þjálfun og fræðslu sem hentar starfi hvers og eins.

Því til viðbótar býður UNI reglulega upp á gagnleg námskeið og fyrirlestra sem eflir starfsfólk bæði í leik og starfi.