Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Kristín Friðgeirsdóttir

Fjármálastjóri

25. júlí 2023

Afkoma vegna annars ársfjórðungs 2023

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík

Sýn hf. mun birta uppgjör og fjárfestakynningu vegna annars ársfjórðungs þriðjudaginn 29. ágúst næstkomandi eftir lokun markaða. Fjárfestafundur verður haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2023 kl. 08:30. Vegna upptakna á sjónvarpsþættinum Idol í höfuðstöðvum félagsins fer fundurinn fram á Hilton Reykjavík Nordica, sal G.

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi, en vefslóðin verður birt hér þegar nær dregur. Tekið er á móti fyrirspurnum og þeim svarað á fjarfestatengsl@syn.is.