Stjórn Sýnar
Stjórn félagsins ásamt forstjóra fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Ásamt forstjóra hefur hún forystu um að móta stefnu, setja markmið og áhættuviðmið félagsins, bæði til skemmri og lengri tíma.
Hákon Stefánsson
Hákon Stefánsson er fæddur árið 1972. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1998 og er með réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti. Hann hefur frá árinu 2019 starfað sem forstjóri InfoCapital ehf. Áður var hann meðeigandi Lögmanna Mörkinni 2018-2019. Þá gegndi hann ýmsum störfum á árunum 2006-2018 fyrir Creditinfo Group, svo sem starfi framkvæmdastjóra á Íslandi, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs og alþjóðamarkaða, sem og starfi aðstoðarforstjóra. Hann átti sæti í framkvæmdastjórn Intrum Justitia á árunum 2002-2006, var bæjarlögmaður á Akureyri 2000-2002 og starfaði sem löglærður fulltrúi á Lögfræðistofu Reykjavíkur 1998-2000.
Hákon situr og hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlenda fyrirtækja auk þess að sitja í stjórnum opinberra stofnana og fyrirtækja.
Félög tengd Hákoni, þ.e. InfoCapital ehf. og Gavia Invest ehf., fara með 51.397.128 hluti í Sýn hf.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir Heiðrún Lind Marteinsdóttir er fædd árið 1979. Hún hefur starfað sem lögmaður með megin áherslu á sviði stjórnarhátta, félaga-, samkeppnis-, fjarskipta- og verðbréfamarkaðsréttar. Heiðrún hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun. Hún var einn eigenda LEX lögmannsstofu til ársins 2016. Hún þekkir því vel þau lögfræðilegu svið sem tengjast starfsemi Sýnar. Heiðrún Lind sat um tíma í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og situr auk þess í stjórn Samtaka atvinnulífsins og Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. Hún hefur því víðtæka þekkingu á sviði rekstrar, vinnumarkaðar, efnahagsmála og stjórnsýslu. Heiðrún Lind á ekki eignarhlut í félaginu.
Páll Gíslason
Páll Gíslason er fæddur árið 1976. Hann er rafmagns- og tölvuverkfræðingur sem hefur á rúmlega tuttugu ára ferli starfað við nýsköpun á ýmsum sviðum tækni og vísinda. Páll hefur undanfarin 15 ár starfað að mestu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, lengst af sem meðstofnandi og forstjóri World Financial Desk (WFD) í Bandaríkjunum. WFD var um tíma með stærri viðskiptavökum á rafrænum mörkuðum með bandarísk ríkisskuldabréf og vaxtaafleiður víða um heim. Páll starfaði sem sjóðsstjóri hjá Crabel Capital Management í Los Angeles, í kjölfar sölu WFD til Crabel, og síðar sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Jiko sem er bandarískur fjártæknibanki. Páll á ekki eignarhlut í félaginu.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
Petrea Ingileif er fædd árið 1974. Hún á að baki langa reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur hjá fjarskipta- og afþreyingarfyrirtækjum, starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðssviðs 365 árin 2014 til 2016 og sem forstjóri Tals 2013 til 2014. Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans og markaðsstjóri Símans og Skjás Eins. Petrea Ingileif hefur lokið BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Petrea Ingileif situr í dag í stjórnum Ósa, Icepharma, Daga og Allianz á Íslandi ásamt því að sinna ráðgjafastörfum.
Petrea sat í stjórn Sýnar frá árinu 2020 til 2022, sem varaformaður stjórnar frá árinu 2021 til 2022 og formaður stjórnar frá ágúst til október árið 2022.
Petrea var formaður stjórnar Símafélagsins frá árinu 2017 til 2018, fram að því að félagið var selt til Nova.
Petrea sat í stjórn Terra frá árinu 2017 til 2024.
Petrea Ingileif á ekki eignarhlut í félaginu. Það er mat tilnefningarnefndar, út frá leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands um góða stjórnarhætti, að Petrea Ingileif Guðmundsdóttir sé óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu.
Ragnar Páll Dyer
Ragnar er fæddur árið 1977. Hann lauk Stanford Executive Program frá Stanford Háskóla 2019 og BSc gráðu í rekstrarverkfræði með áherslu á fjármál frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Hann hefur frá 2023 starfað sem framkvæmdastjóri hjá InfoCapital ehf. en áður starfaði Ragnar í 16 ár á fjármálamarkaði innan Kviku samstæðunnar nú seinast sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og stjórnarmaður í TM Tryggingum hf. og Kviku Securities í London. Þar áður starfaði Ragnar við upplýsingatækni sem stjórnarmaður í dótturfélögum og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Creditinfo Group og sem deildarstjóri vefþróunar hjá Símanum. Ragnar situr og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis. Félög tengd Ragnari, þ.e. InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. fara með 53.747.128 hluti í Sýn hf.
Varamenn
- Daði Kristjánsson
- Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
Endurskoðunarnefnd
Í endurskoðunarnefnd Sýnar hf. sitja þrír nefndarmenn sem eru allir skipaðir af stjórn félagsins til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd skal yfirfara stjórnarháttayfirlýsingu félagsins ár hvert. Endurskoðunarnefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega.
Endurskoðunarnefnd Sýnar hf. skipa sem stendur:
- Erik Ingvar Bjarnason, formaður nefndarinnar
- Páll Gíslason
- Ragnar Páll Dyer
Nefndarmenn eru óháðir endurskoðendum Sýnar hf., daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum, fyrir utan Ragnar Pál Dyer, em tengist stórum hluthöfum í gegnum Gavia Invest ehf.
Starfskjaranefnd
Í starfskjaranefnd Sýnar hf. sitja þrír nefndarmenn sem eru allir skipaðir af stjórn félagsins til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu um kjör stjórnarmanna fyrir aðalfund auk þess að marka stefnu um kjör forstjóra og framkvæmdastjóra. Starfskjaranefnd útbýr starfskjarastefnu Sýnar hf.
Starfskjaranefnd Sýnar hf. skipa sem stendur:
- Hákon Stefánsson, formaður nefndarinnar
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
Báðir nefndarmenn eru óháðir endurskoðendum Sýnar hf., daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum, fyrir utan Hákon Stefánsson sem tengist stórum hluthöfum í gegnum Gavia Invest ehf.
Tilnefningarnefnd
Tilnefningarnefnd Sýnar hf. skipa sem stendur:
- Þröstur Ólafur Sigurjónsson, formaður nefndarinnar
- Guðríður Sigurðardóttir
- Rannveig Eir Einarsdóttir
Stjórnarhættir
Sýn fylgir þeim viðurkenndu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, með það að markmiði að styrkja innviði Sýnar hf. og auka gagnsæi.
Siðareglur
Stjórn Sýnar vinnur eftir siðareglum félagsins en þær má nálgast hér ásamt helstu reglum, skilmálum og öðru verklagi.