Stjórnarháttayfirlýsing Sýnar
Sýn fylgir þeim viðurkenndu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland, með það að markmiði að styrkja innviði Sýnar hf. og auka gagnsæi.
Stjórnarháttayfirlýsing
Heiti | Skjal |
---|---|
Stjórnarháttayfirlýsing | |
Starfsreglur tilnefningarnefndar |
Lög og reglur
Stjórnarhættir Sýnar hf. taka mið af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, lögum nr. 81/2003 um fjarskipti, lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla og öðrum almennum lögum sem gilda um starfsemina, reglum um útgefendur fjármálagerninga, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og einstakra undirnefnda stjórnar. Lögin má nálgast á vef Alþingis, www.althingi.is, en samþykktir og reglur félagsins á www.syn.is.
Fyrirmyndarfyrirtæki
Félagið hefur verið vottað fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem hægt er að nálgast á heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands, www.vi.is. Sýn hf. hefur einnig fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001. Þá hefur fyrirtækið fengið Hvatningarverðlaun jafnréttismála.
Verklag
Hér má finna helstu reglur, skilmála og annað verklag sem Sýn starfar eftir.