Auglýstu á miðlum Sýnar
Stöð 2
Stöð 2 er fyrsta einkarekna íslenska sjónvarpsstöðin á Íslandi og hefur frá upphafi verið áskriftarstöð sem byggist upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum.
Áskrifendur Stöðvar 2 horfa mun meira á sjónvarp en aðrir og eyða mestum tíma sínum í að horfa á stöðvar Sýnar.
STÖÐ 2 SPORT
Þú finnur allt það besta í íþróttunum á sportstöðvum Sýnar. Fjöldi beinna útsendinga er að lágmarki 1500 á ári. Meistaradeild Evrópu á heima á Stöð 2 Sport. Á stöðinni er svo líka allt hitt, Evrópudeildin Pepsi Max-deildirnar, Ensku bikarkeppninnar (EFL Cup og FA Cup), Spænski og Ítalski boltinn, Domino's-deildirnar, Olís-deildirnar, Inkasso deildirnar, Mjólkurbikarinn, Formula 1, UFC, NFL og allt það sem skiptir mestu máli í heimi íþróttanna.
Sportstöðvar Sýnar bjóða upp á vikupakka sem ná allt að 44% dekkun hjá karlmönnum.
Um 65% landsmanna horfa vikulega á sjónvarpsstöðvar Sýnar eða um 163.000 manns
Um 36% landsmanna horfa á sjónvarpsstöðvar Sýnar daglega eða um 91.500 manns
Heimild: Rafrænar ljósvakamælingar Gallup (jan.-des 2019).
Verðskrá GRP/VOD
Hér er hægt að sækja nýjustu útgáfuna af verðskránni.
Mælst er til að sækja alltaf nýjustu útgáfuna hverju sinni en GRP verðskrá tekur breytingu með reglubundnu millibili.
GRP
GRP stendur fyrir Gross Rating Point og er mælieining fyrir auglýsingaplön.
GRP er margföldun á dekkun og tíðni þar sem dekkun er hlutfall af markhópnum sem sá auglýsingaplanið og tíðni táknar hversu oft sami hópur sá auglýsinguna að meðaltali. Dæmi: Ef 40% markhóps sér auglýsingu 2,5 sinnum að meðaltali er GRP = 40*2,5 = 100.
GRP árstafla 2019
- Miðað er við að GRP plan innihaldi að lágmarki 75 punkta innan vikunnar
- Auglýsingar eru einungis inn í þáttum að fréttum kl. 18.30 undanskildum (janúar til október)
- Aðeins er hægt að bóka fastar birtingar í fréttir kl. 18.50 virka daga & kl. 18.47 um helgar sem og í alla íslenska þætti
- Álag fyrir föst GRP er 10%
- Staðsetningarálag er 10% fyrir fremstu eða síðustu auglýsingu í hólfi, og 5% fyrir næst fremstu eða næst síðustu í hólfi
- Heildarálag fyrir birtingu á staðsetningu er þá 20% hærra en fyrir fljótandi GRP
- Mögulegt er að kaupa stakar birtingar eftir GRP verðskrá með 20% álagi miðað við fast verð
- Óstaðsett plan (fljótandi) er stýrt af auglýsingadeild
- Staðsett plan (fastar birtingar) er auglýsingaplan stýrt af viðskiptavini / auglýsingastofu
Almennar reglur
Auglýsingar skal afhenda sem tölvuskrár á þá slóð sem auglýsingadeildir stöðvanna tilgreina samkvæmt eftirfarandi skilyrðum
Afhending skjáauglýsinga
Hér má finna leiðbeiningar fyrir skil á skjáauglýsingum