Með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi
Sýn hefur komið sér upp gildum, ferlum og skipulagi til að koma í veg fyrir að félagið valdi skaða með starfsemi sinni.
Sýn stundar ábyrga stjórnarhætti með að markmiði að styrkja innviði Sýnar og auka gagnsæi.
Fylgir félagið þar viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Stjórnarhættir Fjarskipta hf. taka mið af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, lögum nr. 81/2003, um fjarskipti, öðrum almennum lögum sem gilda um starfsemina, reglum um útgefendur fjármálagerninga, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og einstakra undirnefnda stjórnar.
Sýn vinnur eftir skýrum siðareglum með hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, hluthafa sem og samfélagsins alls að leiðarljósi. Siðareglur Sýnar fela í sér siðferðisleg viðmið starfsmanna og leiðbeiningar um viðbrögð við siðferðislegum álitamálum. Félagið virðir einkalíf viðskiptavina í einu og öllu og hefur persónuverndarsjónarmið í huga þegar vörur og þjónustur eru þróaðar.
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur veitt Sýn viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá árinu 2014. Sýn var fyrst fyrirtækja í Kauphöll til að setja á stofn tilnefninganefnd, árið 2014.