Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Starfsumsókn

Góð ráð fyrir atvinnuviðtal

  • Undirbúðu þig undir þær spurningar sem þú kannt að fá. Gefðu þér tíma fyrir viðtalið til að velta því fyrir þér hvers konar starfsmaður þú ert og hvaða reynslu eða eiginleikum þú býrð yfir, sem geta nýst þér í starfinu sem þú sækir um.
  • Kynntu þér fyrirtækið, vörur eða þjónustu þess eftir því sem við á.
  • Vertu snyrtilega klædd(ur) en ekki í of áberandi fötum. Sá/sú sem tekur viðtalið hefur meiri áhuga á þér sem starfsmanni en fötunum sem þú klæðist. Góð þumalputtaregla er að vera í þeim fötum sem þú býst við að hæfi starfinu sem þú sækir um.
  • Ekki vera með tyggjó, mat eða drykkjarföng í viðtalinu.
  • Taktu þétt um hendina á viðmælanda þínum, horfðu beint í augun á honum/henni og brostu bæði þegar þú kemur og þegar þú kveður.
  • Leyfðu atvinnurekanda að hafa frumkvæði að launaumræðu. Yfirleitt eru laun ekki rædd í fyrsta viðtali.
  • Sýndu áhuga á starfinu.
  • Spurðu um það sem þig langar að vita um starfið eða fyrirtækið.
  • Vertu jákvæð(ur), það er alltaf meira aðlaðandi. Sérstaklega skal forðast að vera neikvæður í garð fyrri vinnuveitenda.
  • Vertu þú sjálf(ur)! Sá/sú sem tekur viðtalið finnur ef þú ert að reyna að þykjast vera eitthvað annað en þér er eðlilegt. Hann/hún hefur jafn mikinn áhuga á því að kynnast þér sem einstaklingi eins og þeim verkefnum sem þú hefur sinnt.

Gangi þér vel!