Útgáfa 1.0
Umhverfisstefna Sýnar
Sýn hf. hefur sett sér stefnu og ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Félagið er staðráðið í því að vernda umhverfið og hefur einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Félagið ætlar að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Félagið hefur sett sér markmið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauðsynlegri urðun á sorpi. Félagið leitast við að lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er.
Sýn leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum, styður starfsfólk til að stunda vistvænar samgöngur með því að veita samgöngustyrk.
Sýn hf. vinnur með viðskiptavinum, birgjum og verktökum við að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem það hefur á umhverfið.
Sýn birtir ítarlegt umhverfisuppgjör ár hvert sem er að finna undir kaflanum ófjárhagslegar upplýsingar í árskýrslu félagsins. Í umhverfisuppgjöri Sýnar hefur náðst góður árangur í að safna saman gögnum með rafrænum gagnastraumum í gegnum kerfi Klappir Core.
Markmið 2020:
- Efla umhverfisvitund starfsmanna, hvetja til framsækni og umhverfisvænna úrlausna
- Við ætlum að koma hlutfalli flokkaðs sorps í 70%
- Minnka eldsneytisnotkun félagsins um 10%
- Markmið félagsins er að senda alla reikninga rafræna á árinu 2020 og hætta útsendingu á reikningum á pappírsformi.