Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

6. maí 2019

Vodafone á Íslandi samtengist vefþjónustu Amazon

Trausti Guðmundsson

Vodafone er fyrsta íslenska fjarskiptafyrirtækið til að koma á beinni samtengingu við AWS (e. Amazon Web Services). Undirbúningurinn við að samtengjast AWS beinu sambandi hefur staðið í nokkurn tíma en þessi nýung þýðir að þau fyrirtæki sem eru með netþjónustu hjá Vodafone og keyra AWS (e. Amazon Web Services) upplifa lægri svartíma en áður, þ.e. hoppum á netinu fækkar og nettengingin verður enn hraðari en áður.

Trausti Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Vodafone hjá Sýn, segir þessa breytingu vera mikið framfaraskref. „Ekki síst þar sem stöðugt hærra hlutfall upplýsingakerfa á Íslandi hafa flutt sig á AWS vefsvæðið en þetta er okkar viðleitni að bæta þjónustu okkar gagnvart viðskiptavinum okkar,” segir Trausti en sem fyrr segir er Vodafone á Íslandi fyrsta íslenska fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækið til að samtengjast Amazon með þessum hætti.