Sýn

23. desember 2024

Við höldum áfram að tryggja örugg fjarskipti Landsbjargar

Föstudagurinn 20. desember var einstakur þegar Sýn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg skrifuðu undir áframhaldandi samstarf til loka árs 2026. Undirritunin fór fram á björgunarskipinu Jóhannes Briem en í tilefni þess bauð Landsbjörg starfsmönnum Sýnar í siglingu til þess að kynnast starfsemi Landsbjargar betur. Í kringum 5 kílómetrum frá Reykjavíkurhöfn skrifuðu þau Kristján Þór Harðarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, og Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, undir áframhaldandi samstarfssamning.

landsbjörg 2

Á undanförnum árum hefur þetta samstarf skilað ótrúlegum árangri þar sem Vodafone hefur veitt Landsbjörg fyrsta flokks fjarskiptaþjónustu hvar sem er á landinu. Þetta er þjónusta sem skiptir öllu máli fyrir björgunarsveitirnar okkar – hvort sem þær eru að aðstoða á hálendinu, við ströndina eða í borginni spilar fjarskiptakerfi Sýnar lykilhlutverk.

landsbjörg 3

Samstarfið hefur verið göfugt fyrir bæði Sýn og Landsbjörg og sömuleiðis fyrir ferðamenn og útivistarfólk en Sýn ásamt Landsbjörg hafa unnið að því að styrkja tengingar á útivistarsvæðum víðsvegar um landið. Við stefnum að sjálfsögðu á að halda áfram að vinna að slíkum verkefnum saman til þess að tryggja öryggi og betri tengingu um allt land.

landsbjörg 4

Samstarfið snýst þó ekki bara um fjarskipti. Á undanförnum árum höfum við tekið virkan þátt í markaðs- og styrktarstarfi Landsbjargar, meðal annars með landssöfnunum og fjáröflunarverkefnum. Þetta hefur styrkt bæði Landsbjörg og Sýn sem áreiðanlegan bakhjarl samfélagsins.

landsbjörg 5

Að lokum viljum við hjá Sýn hvetja alla landsmenn til að styðja við hið mikilvæga starf Landsbjargar og þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt framlag þeirra til hjálparstarfa.