Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

15. febrúar 2019

Vaðlaheiðargöng orðin 2G og 4G tengd

Farsímasendir Vodafone

Vodafone á Íslandi hefur nú lokið við uppsetningu á 2G og 4G sendi í Vaðlaheiðargöngum en fyrsti áfangi fór í gang rétt fyrir opnun ganganna. Í það heila eru magnarar á sex stöðum í göngunum en það er einum fleiri en í Hvalfjarðargöngum. Öryggissjónarmið hafa verið látin ráða fjöldanum, þannig að ef einn magnari bilar þá verður ekki sambandslaust á þeim kafla.

Einnig var gangsettur 4G sendir í Grímsey í síðustu viku sem tryggir góða 4G útbreiðslu á miðunum í kringum eyjuna og í þorpinu sjálfu. Undanfarið hafa þá sprottið upp fleiri 4G sendar víðsvegar um landið og má þar nefna Fróðárheiði, sem dekkar sunnanvert Snæfellsnes og langt suður á Faxaflóa, Áfangafell á Kili, þéttingu á höfuðborgarsvæðinu og nú síðast á Þórófsfelli sem tryggir gott 4G samband í Þórsmörk og Fljótshlíð.