Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

samskiptastjóri

24. maí 2019

Úrslitaleikir sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K

Tæknimaður að störfum

Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum.

Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum:

  • Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal
  • Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool

Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundnum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.

Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum.
  • Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu.
  • Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu.
  • Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki.
  • Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.