Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

12. apríl 2019

Sýn og Landsbjörg endurnýja samstarfið

Samstarfið endurnýjað

Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Sýn hf. hafa endurnýjað margvíslegt samstarf sitt með samningi til þriggja ára. Þannig annast til dæmis Vodafone á Íslandi, eitt vörumerkja Sýnar, fjarskiptaþjónustu Landsbjargar en Vodafone er einn af aðalstyrktaraðilum slysavarnarfélagsins. Þá sér Stöð 2, annað vörumerki Sýnar, um landssöfnun í beinni útsendingu á Stöð 2 fyrir Landsbjörg þegar tilefni er til.

„Við höfum verið mjög ánægð með samstarfið við Landsbjörg enda hefur það komið bæði okkur og þeim til góða. Við sögðum nýverið frá sterkri stöðu farsímakerfa Vodafone á Íslandi en mikil áhersla hefur verið lögð á útbreiðslu víða um land. Nú nær kerfið til tæplega 210 þúsund ferkílómetra á landi og sjó og yfir 99% landsmanna eftir búsetu. Þetta er ekki síst að þakka því að björgunarsveitir Landsbjargar hafa reglulega upplýst okkur um svæði hér og þar á landinu þar sem bæta þurfti sambandið og við getað brugðist við því. Við erum stolt af því að vera treyst fyrir því mikilvæga verkefni að annast fjarskipti Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila og tökum þá ábyrgð alvarlega,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar.