Sýn

14. nóvember 2023

Sýn hlýtur Jafnvægisvogina

Sýn hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar en markmið þess hreyfiaflsverkefnis er að auka jafnvægi kynjanna í efstu lögum skipulagsheilda.

Við höfum unnið því að skapa vinnuumhverfi hjá Sýn sem hvetur til fjölbreytni og jafnréttis. Við vitum að árangur í jafnréttismálum er ekki eitthvað sem gerist að sjálfum sér heldur er það ákvörðun.

Því munum við halda áfram að leita leiða til að tryggja fjölbreytileika bæði í hópi stjórnenda og starfsfólks og þessi viðurkenning er okkur mikil hvatning að halda þeirri vegferð áfram.