Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

12. apríl 2019

Sýn hf. fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki viðurkennd

Sýn hf. hefur fengið viðkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Það er Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem efnir árlega til ráðstefnu um góða stjórnarhætti í samvinnu við hagsmunaaðila en viðurkenningarnar voru veittar þar í gær við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Sýn hf. hefur lagt mikinn metnað í góða stjórnarhætti og var t.d. fyrsta fyrirtækið á markaði til að skipa tilnefningarnefnd.

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnarháttum og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Fjöldi fyrirtækja hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila á stjórnarháttum og Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum. Önnur fyrirtæki sem fengu viðurkenningu við sama tilefni og Sýn hf. eru Vörður hf., Kvika hf., Isavia ohf., Reitir hf., EIK fasteignafélag hf., Arion banki hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Tryggingamiðstöðin hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Íslandssjóðir hf., Stefnir hf. og Mannvit hf.