Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Kristín Friðgeirsdóttir

Fjármálastjóri

28. ágúst 2023

Sýn gengur frá kaupum á Bland

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík

Sýn og Heimkaup gengu nýverið frá kaupsamningi á Bland og mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins. Bland, sem hefur um árabil verið eitt helsta sölutorg fyrir notað og nýtt á Íslandi, heldur áfram sinni vegferð með nýjum eigendum.

„Bland býr yfir stórum og virkum notendahóp sem nýtir sér sölutorgið þannig að notaðir hlutir fá framhaldslíf,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar. „Það er eitthvað sem okkur hjá Sýn hugnast vel og fellur vel að okkar sjálfbærnistefnu. Við erum jafnframt sannfærð um að hugmyndafræðina á bak við Bland sé hægt að tengja vel við okkar vefmiðla, eins og Vísi, og stórbæta upplifun notenda af sölutorgi Bland.“