Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

26. október 2018

Suður-Ameríski draumurinn slær í gegn

Suður-Ameríski draumurinn á Stöð 2

Óhætt er að segja að Suður-Ameríski draumurinn, sem er fjórða og mest spennandi draumaserían, hafi slegið í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2 en um 43,6% áskrifenda á aldrinum 12-80 ára horfa á þáttinn en það gerir 18,7% áhorf óháð áskrift. Mest er áhorfið í hópi áskrifenda á aldrinum 25-54 ára eða 50,4%.

Í Suður-Ameríska draumnum þeysast tvö lið skipuð þeim Audda og Steinda jr. annars vegar og Sveppa og Pétri Jóhanni hins vegar um Suður-Ameríku í kapphlaupi við tímann og leysa ævintýralegar þrautir. Auk þess koma strákarnir sér í vægast sagt afkáralegar og sprenghlægilegar aðstæður. Áður hefur teymið gert sambærilegar þáttaraðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.

Fimmti þáttur Suður-Ameríska draumsins fer í loftið í kvöld og við minnum á að verð fyrir Stöð 2 og aðrar áskriftarstöðvar Sýnar voru lækkuð síðastliðið vor og valfrelsi áskrifenda aukið. Kynntu þér ný og betri verð á vef Stöðvar 2 og sjáðu hvaða áskriftarleið hentar þínu heimili best.