Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

1. febrúar 2019

Nú fara allir á Stöð 2 appið

Stöð 2 appið

Fyrir 15. febrúar næstkomandi þurfa allir notendur 365 appsins að gera ráðstafanir þar sem lokað verður á sjónvarpsstöðvar Stöðvar 2 í appinu. Við mælum eindregið með því að notendur sæki Stöð 2 appið í staðinn.

Notendur þurfa að athuga að ekki er hægt að nota sama aðgang og í 365 appinu, til að virkja Stöð 2 appið þurfa notendur að nýskrá sig. Til að virkja sjónvarpsáskriftir í appinu þarf að nota kennitölu rétthafa við nýskráningu.

Við höfum lagt mikinn metnað í að stórbæta myndgæði og tryggja að notendaupplifun og stöðugleiki sé með allra besta móti. Notendur Stöð 2 appsins hafa verið mjög ánægðir með appið, segja viðmótið til fyrirmyndar og upplifunina jákvæða.

Hvað er hægt að gera í Stöð 2 appinu?

  • Allir geta horft á opnar sjónvarpsstöðvar
  • Allir geta horft á RÚV frelsi
  • Hægt er að nota tímavélina til að flakka í dagskránni
  • Áskrifendur geta horft á áskriftarstöðvar
  • Áskrifendur hafa aðgang að Stöð 2 Maraþon og Hopster
  • Áskrifendur geta horft á Frelsisefni Stöðvar 2
  • Aðgangur að 28 sjónvarpsstöðum

Notendur geta sótt Stöð 2 appið án endurgjalds í AppleTV en þannig geta allir þeir sem eiga AppleTV 4 eða Apple TV4K venslað tækið við áskriftina.

Það geta allir horft á sjónvarpsefni í gegnum vafrann sjonvarp.stod2.is. Einnig er mögulegt að sækja appið í snjallsímann og varpa sjónvarpsefninu yfir AirPlay og Chromecast.