Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Liðsstyrkur og ný deild stofnuð hjá Sýn
Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og Upplifun Viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg vörueigandi stafrænna dreifileiða
Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðin forstöðumaður Vöruþróunar og Upplifun Viðskiptavina þar sem lykiláhersla nýrrar deildar verður á stefnumörkun og stafræna vöruþróun í fjarskiptum og afþreyingu með það að leiðarljósi að bæta upplifun og ánægju viðskiptavina á bæði fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði.
Siggeir kemur til Sýn frá Marel þar sem hann var í teymi stafrænnar stefnumótunar þvert á fyrirtækið. Þar áður var hann 6 ár hjá Arion banka þar sem hann tók virkan þátt í mótun og framkvæmd stafrænnar umbreytingar bæði bankans og dótturfélaga.
Díana Dögg hefur verið ráðin í hlutverk vörueiganda (product owner) stafrænna dreifileiða innan nýrrar deildar. Síðustu þrjú ár starfaði Díana hjá Arion banka þar sem hún var vörustjóri Arion appsins og netbanka. Þar áður gegndi hún starfi deildarstjóra vef- og hugbúnaðarlausna Premis.
Yngvi Halldórsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs: „Siggeir kemur til okkar með öfluga og víðtæka reynslu á þessu sviði og mun leiða nýja deild inn í spennandi tíma þar sem fyrirtækið er í stórsókn þegar kemur að vöruþróun þar sem reynsla Díönu í stafrænum dreifileiðum mun koma að góðu gagni. Enn eitt púslið í nýrri stefnumörkun og framþróun fyrirtækisins þar sem viðskiptavinurinn ræður ferðinni.“
Sýn sem á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977.