Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

2. apríl 2019

Höfuðstöðvar Sýnar lýstar upp með bláu

Blár apríl

Dagur einhverfunnar er í dag en Blár apríl fer fram til að vekja athygli á málefnum einhverfra og sýna þeim stuðning og samstöðu. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vitundarvakningunni sem er árleg. Tilgangur félagsins er að styðja við málefni sem varða börn með einhverfu, auka þekkingu og skilning almennings á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

Fjölmargt skemmtilegt er gert á þessum degi víða um land en höfuðstöðvar Sýnar hafa af þessu tilefni verið lýstar upp með bláa litnum og starfsfólkið mætti bláklætt til vinnu.

„Það skiptir okkur hjá Sýn miklu máli að geta stutt við mikilvæg málefni sem varða allt samfélagið og ekki síst að aðstoða hópa sem berjast fyrir góðum málum. Við höfum áður lýst upp höfuðstöðvarnar okkar í bleiku en það var í október til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Það er okkur sönn ánægja að lofa núna bláa litnum að leika um höfuðstöðvarnar okkar og þjóna þannig þeim sem eru með einhverfu og vekja athygli á þeirra góða málstað,“ segir Sif Sturludóttir forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn hf.