Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
Á dögunum fékk Sýn endurnýjaða viðurkenningu fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Þessi viðurkenning er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti sem og auka trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.
Viðurkenningin er veitt í kjölfar ítarlegrar úttektar óháðs aðila á stjórnarháttum fyrirtækjanna, s.s. starfsháttum stjórnar, undirnefnda og stjórnenda. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar sem gilda í þrjú ár í senn og voru 16 fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni.
Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthóli og tók Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, á móti viðurkenningunni.