23. ágúst 2023
Átján fyrirmyndarfyrirtækjum veitt viðurkenning
Í gær, 22. ágúst, hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna, en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Sýn hf. var eitt þessara fyrirtækja og erum við afar stolt af því eins og gefur að skilja.