8. febrúar 2023
Afkoma vegna fjórða ársfjórðungs 2022
Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík
Sýn hf. mun birta uppgjör og fjárfestakynningu vegna fjórða ársfjórðungs miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi eftir lokun markaða. Fjárfestafundur verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2023 frá og með kl. 08:30 í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 8, Reykjavík.
Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi, en vefslóðin verður birt hér þegar nær dregur. Tekið er á móti fyrirspurnum og þeim svarað á fjarfestatengsl@syn.is.