Sýn

10. desember 2024

2100 nýir Heimsforeldrar UNICEF

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF sem bar heitið Búðu til pláss en þátturinn var sendur út í tilefni af 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi. Markmið þáttarins var að fjölga Heimsforeldrum UNICEF og bæta þannig líf milljóna barna í neyð.

unicef 2024 2

Við hjá Sýn lögðum málstaðnum að sjálfsögðu lið líkt og við höfum gert síðastliðin ár, nú bæði með öruggum fjarskiptum í gegnum símaver Vodafone og þátttöku í útsendingu og framleiðslu þáttarins í gegnum Stöð 2. Þátturinn var sýndur samtímis á Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans og því um sögulegan sjónvarpsviðburð að ræða.

Það er óhætt að segja að markmiði söfnunarinnar hafi verið náð en starfsfólk Sýnar, auk fjölda sjálfboðaliða, tók á móti símtölum frá rúmlega 2100 nýjum Heimsforeldrum.

unicef 2024 3

Við viljum þakka UNICEF fyrir að treysta okkur fyrir þessu verðuga verkefni um leið og við fögnum öllum Heimsforeldrum, gömlum sem nýjum. Enn er hægt að bætast í þann góða hóp og hvetjum við öll þau sem hafa tök á að skrá sig sem Heimsforeldri HÉR og hjálpa þannig börnum í neyð um allan heim.