17. Febrúar 2025 Sýn hf.

Sýn hf.: Ársuppgjör og fjárfestakynning

Vísað er til tilkynningar Sýnar hf., dags. 17. janúar sl.  þar sem fjárhagsdagatali var breytt þannig að afkoma og ársuppgjör félagsins verði birt þann 20. febrúar nk. í stað 19. febrúar.

Fjárfestafundur verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2025 kl. 08:30 í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 8, Reykjavík. Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi, en vefslóðin verður birt hér: https://syn.is/fjarfestatengsl/arshlutareikningar Tekið er á móti fyrirspurnum og þeim svarað á fjarfestatengsl@syn.is. 

Þá verður aðalfundur félagsins haldinn þann 14. mars nk.