18. Október 2024 Sýn hf.

Sýn hf.: Niðurstöður uppgjörs þriðja ársfjórðungs og markaðsdagur Sýnar

Stjórn Sýnar hf. mun taka fyrir og samþykkja árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2024 á stjórnarfundi sem fer fram miðvikudaginn 13. nóvember. Uppgjörið verður birt í framhaldinu, eftir lokun markaða. 

Að þessu sinni verður kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila hluti af markaðsdegi Sýnar sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember. Á fundinum munu stjórnendur Sýnar kynna nýtt stjórnskipulag og stefnuáherslur í kjölfar stefnumótunar auk þess sem farið verður yfir helstu niðurstöður uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2024. 

Viðburðurinn fer fram í myndveri Sýnar að Suðurlandsbraut 10 og stendur frá kl. 12:00 til kl. 16:00. Við bjóðum gesti velkomna í sal en skráning fer fram hér. 

Þau sem ekki hafa tök á að mæta í sal geta fylgst með í beinu streymi. 

Fjárfestatengsl Sýnar veita frekari upplýsingar á netfanginu fjarfestatengsl@syn.is