4. Júlí 2023
Sýn hf.
Sýn hf.: Sýn gerir víðtækan samstarfssamning við Viaplay Group
Sýn og Viaplay hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára.
Helstu efnisatriði samningsins eru eftirfarandi:
- Sýn fær með samkomulaginu einkarétt á sölu á afþreyingar- og íþróttaveitu Viaplay á Íslandi í vöndli við aðrar vörur.
- Framleiðsla og umgjörð alls íþróttaefnis Viaplay fyrir íslenskan markað færist yfir til Stöðvar 2 Sport
- Stöð 2 Sport fær sýningarrétt á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
Það er mat Sýnar að samstarfssamningurinn muni hafa jákvæð langtímaáhrif á rekstur Sýnar og skapa grundvöll fyrir virðisaukningu með sölu á sjónvarpsefni með fjarskiptaþjónustu Vodafone. Jafnframt opnast með samstarfinu möguleikar á frekari hagræðingu í sjónvarpsrekstri.
Nánar verður gerð grein fyrir samstarfinu í fréttatilkynningu sem send verður í kjölfar þessarar kauphallartilkynningar.
Nánari upplýsingar veitir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar hf., netfang: yngvih@syn.is
