Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

13. Mars 2023 Sýn hf.

Sýn hf.: Framkomin framboð – breytt arðgreiðslutillaga

Eftirtalin framboð bárust til stjórnar, varastjórnar og tilnefningarnefndar Sýnar á aðalfundi, sem haldinn verður föstudaginn 17. mars 2022 kl. 10:00. Fundurinn verður rafrænn og honum streymt, en hluthafar sem það kjósa eru jafnframt velkomnir á fundarstað, þ.e. 6. hæð Suðurlandsbrautar 8, 108 Reykjavík. Allir fundarmenn verða að skrá sig á slóðinni: www.lumiconnect.com/meeting/syn2023

Framboð til aðalstjórnar

  • Hákon Stefánsson
  • Páll Gíslason 
  • Jón Skaftason
  • Rannveig Eir Einarsdóttir
  • Salóme Guðmundsdóttir

Framboð til varastjórnar:

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir

Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Í samþykktum Sýnar hf. kemur fram að fimm skipa stjórn félagsins og tveir sitja í varastjórn. Því liggur fyrir að sjálfkjörið verður í aðal- og varastjórn. Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar, sem birt var með aðalfundarboði þann 23. febrúar sl.

Framboð til tilnefningarnefndar:
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.
Framboð til tilnefningarnefndar:

  • Guðríður Sigurðardóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson

Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.

Breytt arðgreiðslutillaga
Stjórn leggur til breytingartillögu við fyrri tillögu sína um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á reikningsárinu 2022. Breytingartillagan við upprunalega tillögu stjórnar felur einungis í sér að arðsleysisdagur verður mánudaginn 20. mars 2023 í stað laugardagsins 18. mars 2023, þar eð réttara þykir að arðsleysisdagur verði næsti viðskiptadagur eftir aðalfundardag og jafnframt næsti viðskiptadagur á undan arðsréttindadegi. Eins og áður byggir tillagan um arðgreiðslu á fyrirliggjandi arðgreiðslustefnu og er í samræmi við bætta afkomu Sýnar hf. Hin breytta tillaga stjórnar er því eftirfarandi:

Stjórn leggur til við aðalfund að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 300.000.000.- vegna rekstrarársins 2022 eða um kr. 0,112 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa þann 7. apríl 2023. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 17. mars 2023 og arðsleysisdagur er því 20. mars 2023. Arðsréttindadagur er 21. mars 2023, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Sýnar hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 21. mars 2023.

Hafa endanlegar tillögur stjórnar verið uppfærðar til samræmis, sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á slóðinni: https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur

Viðhengi