Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

4. Nóvember 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Sýnar hf. haldinn þann 18. mars 2022 samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af eigin bréfum. Heimildin skyldi m.a. nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Samkvæmt viðauka við 30. gr. samþykkta félagsins gildir heimildin í 18 mánuði frá samþykkt hennar.  

Á grundvelli framangreindrar heimildar tók stjórn Sýnar, á fundi sínum þann. 2. nóvember sl., ákvörðun um að hefja framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í nóvember. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 4.958.678 hlutum, eða um 1,85% af útgefnum hlutum félagsins,  þó þannig að fjárhæð endurkaupanna fari ekki yfir 300 milljónir króna.

Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en verð í síðustu óháðu viðskiptum eða jafnt hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Hámark hvers viðskiptadags er 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði í október 2022. Hámarksfjöldi leyfilegra hluta á hverjum viðskiptadegi verður 73.585 hlutir frá og með 7. nóvember 2022.

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arion banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu. Arion banki hefur heimild til að hefja endurkaupin 7. nóvember nk. og mun áætlunin vera í gildi til 18. september 2023, nema að skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 296/2014 um markaðssvik og framselda reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/1052 um tæknilega eftirlitsstaða fyrir skilyrðunum sem gilda um endurkaupaáætlanir og verðjöfnunarráðstafanir sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti með hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en í lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Í dag á Sýn enga eigin hluti.