19. September 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Krafa um hluthafafund og stjórnarkjör

Fram er komin krafa hluthafa sem fara með samtals 10,18% eignarhlut í Sýn hf., þar sem óskað er eftir að boðað verið til hluthafafundar í félaginu innan 14 daga, til samræmis við 85. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 12. grein samþykkta Sýnar hf. Samkvæmt 13. grein samþykkta Sýnar hf. skal boða hluthafafund með þriggja vikna fyrirvara.  

Nánar tiltekið er krafa um hluthafafund sett fram af hálfu eftirfarandi hluthafa, sem eins og áður segir fara með samtals 10,18% eignarhlut í Sýn hf.:

  • Fasta ehf., sem skráð er fyrir 20.650.000 hlutum í Sýn hf.;
  • Tækifæris ehf., sem skráð er fyrir 6.015.462 hlutum í Sýn hf.; og
  • Borgarlindar ehf., sem skráð er fyrr 650.000 hlutum í Sýn hf.

Þess er krafist að fundarefni verði stjórnarkjör skv. 63. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.