Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

5. September 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála

Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. hafa í dag ritað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar hf. til Ljósleiðarans ehf. og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára.

Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að væntur söluhagnaður Sýnar hf. nemi yfir 2 milljörðum króna og að hagkvæmni náist fram í rekstri. Viðskiptin munu því styrkja efnahag og lausafjárstöðu félagsins enn frekar. Nánari grein verður gerð fyrir reikningshaldslegri meðferð viðskiptanna þegar endanlegur kaup- og þjónustusamningur liggur fyrir. Miðað er við að endanlegir samningar liggir fyrir eigi síðar en 15. desember nk.

Samkomulagið er með fyrirvara um fjármögnun, áreiðanleikakönnun og að Samkeppniseftirlitið samþykki endanlega kaup- og þjónustusamninga um viðskiptin.