Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

27. Janúar 2020 Sýn hf.

Sýn hf.: Tilnefningarnefnd Sýnar auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Tilnefningarnefnd Sýnar hf. auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar Sýnar vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 20. mars næstkomandi.
Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á vef félagsins á slóðinni https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur.

Senda skal framboðstilkynningu á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is eigi síðar en 10. febrúar 2020.

Vegna eðlis og umfangs starfa nefndarinnar getur nefndin ekki lagt mat á framboð sem berast eftir það tímamark. Mun tillaga nefndarinnar um tilnefningar stjórnarmanna til hluthafafundar liggja fyrir eigi síðar en samhliða fundarboði þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að fimm dögum fyrir aðalfund.

Nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu: fjarfestatengls@syn.is