Áskriftarskilmálar fyrir Vísi
Áskrift veitir áskrifanda aðgang að þeim áskriftarveitum sem áskrifandi hefur valið að greiða fyrir.
Áskriftin er einungis til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er.
Uppsögn ber að tilkynna á Minni Sýn og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðrmótum frá móttöku.
Kjósi áskrifandi að tilkynna uppsögn eða breyta áskrift ber honum að tilkynna allar slíkar breytingar til Vísis (Sýn hf.) í tölvupósti á netfangið askrift@visir.is. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist til Vísis (Sýn hf.) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda.
Áskriftargjald hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrir fram samkvæmt þeim verðskráreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Vísi (Sýn hf.). Verðskrá getur tekið breytingum á samningstíma.
Hafi áskrifandi athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar með tölvupósti á netfangið askrift@visir.is. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.
Vísir (Sýn hf.) virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum en að öðru leyti gilda ákvæði persónuverndarstefnu Sýnar um meðferð persónuupplýsinga sem telst órjúfanlegur hluti skilmála þessara.
Vakin er athygli á að kreditkort sem skráð er fyrir áskriftarkaupum á Vísi mun jafnframt vera notað sem greiðslukort fyrir aðrar þjónustur sem kaupandi er áskrifandi af hjá Sýn og greiðslumáti er greiðslukort.
Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum, til dæmis, en ekki takmarkað við, að reynt sé að komast hjá gjaldtöku á óheimilan hátt eða koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila, er Vísi (Sýn hf.) heimilt, án fyrirvara, að loka á áskrift og krefjast greiðslu sem Vísi (Sýn hf.) áætlar að af sanngirni bæti fyrir brot áskrifanda. Þá kann Vísir (Sýn hf.) að leggja fram kæru til lögreglu vegna slíkrar háttsemi.
Vísir (Sýn hf.) hefur heimild til þess að breyta áskriftarskilmálum. Allar breytingar á skilmálum skulu tilkynntar með skýrum hætti með a.m.k. mánaðar fyrirvara á Vísi (Sýn hf.). Þar skal kynnt í hverju breytingar felast og eftir atvikum veittar upplýsingar um rétt áskrifanda til þess að segja upp gildandi samningi vegna breytinganna.
Vísir (Sýn hf.) áskilur sér rétt að vísa áskrifanda úr viðskiptum sýni hann ítrekaða ósæmilega hegðun í garð starfsfólks. Með ósæmilegri hegðun er átt við t.d. (en ekki eingöngu) ógnanir af einhverjum toga eða hótanir af einhverjum toga. Einnig er heimilt að vísa áskrifanda úr viðskiptum af öðrum ástæðum, svo sem vegna verulegra vanskila.
Vísir (Sýn hf.) áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum vegna nýrra áskriftarleiða, án þess að tilkynna öllum áskrifendum um þær breytingar enda hafa þær breytingar ekki áhrif á gildandi áskriftir.
Rísi upp ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Getur áskrifandi sent Vísir (Sýn hf.) kvörtun og eftir atvikum rekið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Áskriftaskilmálar þessir gilda frá 7. september 2022.