Sjónvarp

Sýn

Nýjar sjónvarpsáskriftir hjá Sýn frá 1. ágúst

Meira efni, einfaldara framboð og skýrari valkostir fyrir áskrifendur

1. júlí 2025

Nyjirpakkar-Hetjumynd-img

Frá og með 1. ágúst næskomandi mun Sýn einfalda sjónvarpsframboð sitt og kynna til leiks þrjá nýja sjónvarpspakka sem sameina það besta úr íslenskri og erlendri afþreyingu og íþróttum. Nýju pakkarnir eru sniðnir að ólíkum áhugasviðum og gera áskrifendum kleift að velja þá samsetningu sem hentar þeim best.

Nýju sjónvarpspakkarnir eru:

SÝN+ á 5.990 kr. Streymisveita Sýnar sem býður upp á fjölbreytt úrval kvikmynda, þátta og barnaefnis, með sérstakri áherslu á íslenska framleiðslu, hágæða erlent sjónvarpsefni og talsett barnaefni.

SÝN+ og SÝN Sport Ísland á 8.990 kr. Til viðbótar við afþreyinguna frá SÝN+ fá áskrifendur aðgang að íslenskum íþróttum á borð við Bestu deildina í fótbolta og Bónus deildina í körfubolta, karla og kvenna.

SÝN+ og allt sport á 11.990 kr. Fullkomin samsetning fyrir íþróttaunnendur, þar sem auk íslenska íþróttaefnisins eru toppdeildir eins og NFL, Meistaradeildin og Enski boltinn ásamt Formúla 1 og öðru fjölbreyttu efni í gegnum Viaplay Total.

Þessir nýju sjónvarpspakkar standa nú hver fyrir sig, en eru jafnframt burðarásar í nýju heildarpakkaframboði Sýnar: Góður, Betri og Bestur – sem sameina sjónvarp og ótakmarkað net. Hægt er að kynna sér heildarpakka Sýnar hér.

Skýrari leið fyrir viðskiptavini

„Við höfum verið að endurskoða og einfalda alla uppbyggingu sjónvarpsþjónustunnar hjá okkur – með það að markmiði að skýra valmöguleikana, bæta þjónustu og gera viðskiptavinum kleift að velja sér afþreyingu á eigin forsendum,“ segir Arnór Fannar Thedórsson, vörustjóri hjá Sýn.

Um leið og þessir nýju pakkar taka gildi, verður línulega rásin SÝN gerð aðgengileg í opinni dagskrá fyrir alla. Þessi breyting styður við það að efni Sýnar verði enn aðgengilegra en áður, en jafnframt er lögð áhersla á að leiðbeina áskrifendum í gegnum einfaldara og skýrara vöruframboð.

Það er betra að vera með Sýn

„Hvort sem þú ert að leita að afþreyingu fyrir kvöldið, íslenskum toppíþróttum eða evrópskum stórviðburðum – þá er þetta skýrt, einfalt og aðgengilegt. Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan okkar haldi áfram að þróast í takt við væntingar viðskiptavina,“ bætir Arnór við.

Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér nýju sjónvarpspakkana og velja þá samsetningu sem hentar þeirra fjölskyldu og áhugamálum best.

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate