Sjónvarp
Sýn
Brekkan heim í stofu
Það er meiri stemning að vera með Sýn
28. júlí 2025

Brekkan heim í stofu
Fáðu brekkusönginn beint heim í stofu sunnudaginn 3. ágúst. Syngdu hástöfum, drekktu í þig stemminguna og láttu eins og þú sitjir í brekkunni í Herjólfsdal ..en ekki kveikja á neinum blysum.
Hægt er að kaupa aðgang að streyminu beint í gegnum myndlykil Sýnar eða í vefsjónvarpinu fyrir þá sem nota SÝN Sjónvarps appið. Útsending hefst kl 20:00 og dagskrá hefst kl 21:00. Ef einhverjar spurningar vakna á sunnudeginum getur þú haft samband við okkur á netspjallinu til kl. 19:00.
Það er meiri stemning að vera með Sýn, Góða skemmtun!
Leiðbeiningar
Hvernig kaupi ég miða á streymið í myndlykli Sýnar? Einungis er hægt að kaupa miða beint í myndlyklinum og í SÝN Sjónvarps appinu. Svona gerir þú það í myndlyklinum:
• Með því að ýta á MENU takkanum á fjarstýringunni og fara þannig í valmynd á myndlykli. Þar ættu tónleikarnir að birtast undir Viðburðir ef flett er örlítið niður í valmynd.
• Velja viðburðinn, samþykkja skilmála og staðfesta kaup.
• Með því að staðfesta kaup virkjast tímabundin opnun á rás 900. Þú gætir þurft að endurræsa myndlykilinn þinn.
• Viðburðinn verður aðgengilegur á rás 900 og mun sú rás opnast fljótlega eftir að kaup hafa verið kláruð.
• Kaupin munu birtast á fjarskiptareikningi þínum um næstu mánaðamót.
Svona gerir þú þetta ef þú ert með SÝN Sjónvarps appið:
• Það þarf að fara inn á vefsjónvarp Sýnar og skrá sig þar inn með sama aðgang og notaður er í appinu.
• Tónleikarnir eru undir Viðburðir á forsíðunni í valmyndinni.
• Tónleikarnir verða aðgengilegir á rásinni „Brekkusöngur 2025“ í SÝN Sjónvarps appinu. Hún opnast á tónleikadeginum.
Spurt og svarað
Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli Sýnar? Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.
Get ég horft á tónleikana með SÝN Sjónvarps appinu? Já, þú getur horft á tónleikana í SÝN Sjónvarps appinu. Ef þú ert ekki með myndlykil þá fara kaupin fram í gegnum vefsjónvarp Sýnar.
Ef ég kaupi miða get ég horft á sýninguna seinna / þegar mér hentar? Get ég horft á tónleikana oftar en einu sinni? Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum tímaflakk á myndlyklum Sýnar í 48 klst eftir tónleika.
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



