Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Fjárhagsupplýsingar

Upplýsingar um rekstur, sjóðsstreymi og efnahag síðustu ára, auk yfirlits yfir greiningaraðila sem fjalla um Sýn.

Árið 2021 voru óvirkir farsímainnviðir seldir og nam söluandvirðið 6.946 m.kr. Bókfært verð eignanna sem voru seldar var 401 m.kr. og söluhagnaður því rúmir 6,5 ma.kr. Samhliða sölunni var gerður langtíma leigusamningur. Í samræmi við reikningsskilastaðla er hluta af söluhagnaði frestað. Árið 2021 var bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna að fjárhæð 2.552 m.kr. Grunnrekstur félagsins batnar á milli ára og var EBIT leiðrétt fyrir hagnaði af innviðasölu 734 m.kr. sem er hækkun um 573 m.kr á milli ára.

Heildareignir samstæðunnar námu 36.501 í árslok og hækkuðu um 18,3% á milli ára. Hækkunin á milli ára er að miklu leyti til komin vegna hækkunar leigueigna um 2.822 m.kr. vegna langtímaleigusamnings sem var gerður samhliða sölu óvirka innviða og hækkunar á handbæru fé um 3.383 m.kr. vegna innviðasölu og hækkun á viðskiptakröfu vegna virðisaukaskatts af innviðasölu en sú krafa endurspeglast einnig í hærri skammtímaskuldum.

Veltufjárhlutfall var 1,58 í lok árs 2021 samanborið við 1,10 í lok árs 2020. Í byrjun árs 2022 samþykkti stjórn kaup á eigin bréfum fyrir 1.390 m.kr. Í framhaldi var virkjuð endurkaupaáætlun en heildarkaupverð verður ekki hærra en 600 m.kr. Þegar leiðrétt er fyrir þessum liðum er leiðrétt veltufjárhlutfall 1,31.