Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Fjárhagsupplýsingar
Upplýsingar um rekstur, sjóðsstreymi og efnahag síðustu ára.
Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu 22.983 m.kr. samanborið við 21.765 m.kr. á árinu 2021, sem er aukning um 6%. Hagnaður ársins var 888 m.kr. samanborið við hagnað upp á 2.100 m.kr. árið áður. Í hagnaði ársins 2021 var 2.552 m.kr. hagnaður fyrir skatta vegna innviðasölu. Þýðingarmunur af dótturfélaginu Endor ehf. er færður yfir eigið fé og var heildarafkoma ársins 889 millj. kr. Rekstur félagsins heldur því áfram að styrkjast.
Heildareignir samstæðunnar námu 33.926 í árslok og lækkuðu um 7,1% á milli ára. Lækkunin á milli ára skýrist að miklu leyti af háu handbæru fé í lok árs 2021 vegna innviðasölu og viðskiptakröfu vegna virðisaukaskatts af innviðasölu en krafan var greidd 2022. Hluti af handbæru fé var nýtt í kaup á eigin bréfum á árinu.
Veltufjárhlutfall var 1,31 í lok árs 2022 samanborið við 1,55 í lok árs 2021. Í byrjun árs 2022 keypti félagið eigin bréf fyrir 1.860 m.kr. Þegar tekið er tillit til þessa er leiðrétt veltufjárhlutfall 1,31 fyrir árið 2021. Í lok ársins 2022 var eigið fé 9.469 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 27,9%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.684 m.kr. samanborið við 2.964 m.kr. í árslok 2021. Líkt og var fjallað um hér að framan var endurkaupaáætlun virkjuð í byrjun árs 2022, þegar tekið er tillit til þessa er leiðrétt eigið fé 8.545 m.kr. og eiginfjárhlutfall 24,8% í árslok 2021.
Heiti | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
---|---|---|---|---|---|
Sala | 22.983 | 21.765 | 20.944 | 19.811 | 21.951 |
EBITDA* | 6.644 | 8.984 | 5.739 | 5.509 | 3.248 |
EBIT** | 1.592 | 3.286 | 161 | -1.950 | 1.203 |
Hrein fjármagnsgjöld | -846 | -573 | -910 | -995 | -728 |
Hagnaður/tap fyrir skatta | 746 | 2.462 | -651 | -1.982 | 475 |
Tekjuskattur | 142 | -362 | 246 | 234 | -2 |
Hagnaður/tap ársins | 888 | 2.100 | -405 | -1.748 | 473 |
*EBITDA 2021 aðlöguð að áhrifum af innviðasölu nam 6.432 m.kr.
**EBIT 2021 aðlagað að áhrifum af innviðasölu nam 734 m.kr
Heiti | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
---|---|---|---|---|---|
Handbært fé frá rekstri án vaxta og tekjuskatts | 6.485 | 5.597 | 6.626 | 6.304 | 2.748 |
Handbært fé frá rekstri | 5.628 | 5.017 | 5.912 | 5.377 | 2.081 |
Fjárfestingahreyfingar | - 3.992 | 4.238 | -3.516 | -4.719 | -2.449 |
Fjármögnunarhreyfingar | -3.795 | -5.902 | -2.238 | -380 | 444 |
Handbært fé í lok tímabilsins | 2.063 | 4.214 | 831 | 634 | 356 |
Heiti | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
---|---|---|---|---|---|
Eignir, samtals | 33.926 | 36.501 | 30.862 | 31.978 | 27.011 |
Eigið fé | 9.469 | 10.535 | 8.549 | 8.798 | 10.707 |
Vaxtaberandi skuldir | 5.174 | 5.688 | 10.484 | 11.587 | 11.567 |
Eiginfjárhlutfall* | 27,90% | 28.90% | 27,80% | 27,50% | 39,60% |
Veltufjárhlutfall | 1,31 | 1,55 | 1,1 | 1,3 | 1,4 |
Hreinar vaxtaberandi skuldir | 3.111 | 1.474 | 9.653 | 10.953 | 11.205 |
*Eiginfjárhlutfall 2021 aðlagað að áhrifum af innviðasölu er 24,8%