Fjárhagsupplýsingar

Upplýsingar um rekstur, sjóðsstreymi og efnahag síðustu ára.

Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu 23.475 m.kr. samanborið við 22.983 m.kr. á árinu 2022, sem er aukning um 2%. Hagnaður ársins var 2.109 m.kr. samanborið við hagnað upp á 888 m.kr. árið áður. Í hagnaði ársins 2023 var 2.436 m.kr. hagnaður fyrir skatta vegna sölu á stofnneti. Þýðingarmunur af dótturfélaginu Endor ehf. er færður yfir eigið fé og var heildarafkoma ársins 2.107 millj. kr. Heildareignir samstæðunnar námu 34.935 í árslok og hækkuðu um 3% á milli ára. Veltufjárhlutfall var 1,68 í lok árs 2023 samanborið við 1,31 í lok árs 2022. Á árinu keypti félagið eigin bréf fyrir 1.007 m.kr. Í lok ársins 2023 var eigið fé 10.288 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 29,4%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.510 m.kr. samanborið við 2.684 m.kr. í árslok 2022. Í nóvember 2023 var önnur endurkaupaáætlun virkjuð sem lauk í febrúar 2024.