Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Aðalfundur Sýnar
Aðalfundur Sýnar hf. var haldinn föstudaginn 18. mars 2022. Hér á síðunni er finna gögn fundarins, sem og fundargögn frá fyrri árum.
Aðalfundur Sýnar hf. 2022
Aðalfundur Sýnar hf. 2021
Eldri fundargögn
Tilnefningarnefnd
Sýn hf. varð fyrst skráðra félaga á hlutabréfamarkaði á Íslandi til að koma á fót svokallaðri tilnefningarnefnd og starfsreglum fyrir hana haustið 2014. Skipan nefndarinnar er í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtaka atvinnulífsins, um stjórnarhætti fyrirtækja, frá árinu 2015 og leiðbeiningar OECD frá árinu 1999.
Í tilnefningarnefnd Sýnar hf. sitja þrír nefndarmenn og eru tveir þeirra kosnir á hluthafafundi félagsins og einn tilnefndur af stjórn félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu fyrir aðalfund þess og við þá vinnu taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Markmiðið er að að stuðla að aukinni fagmennsku, gagnsæi og skilvirkni við myndun stjórnar Sýnar hf. hverju sinni.
Tilnefningarnefnd Sýnar hf. skipa sem stendur:
- Ragnheiður Dagsdóttir, formaður nefndarinnar
- Þröstur Ólaf Sigurjónsson
- Hjörleifur Pálsson
Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu.
Sjónarmið hluthafa Sýnar hf
Tilnefningarnefnd Sýnar hf. býður þeim hluthöfum sem áhuga hafa að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi tilnefningar til stjórnar að vera í sambandi við nefndina. Hluthafar geta óskað eftir fundi með nefndinni og/eða sent tölvupóst á netfangið ragnheidur.dagsdottir@radningar.org. Erindi um fund þarf að berst í síðasta lagi miðvikudaginn 19. janúar n.k.
Tilnefningarnefnd er ráðgefandi og hlutverk hennar er að ráðleggja hluthöfum um hvaða samsetning stjórnar styðji best við framtíðarsýn og rekstur félagsins.
Nánar tiltekið hefur nefndin það hlutverk að tryggja gagnsætt og faglegt ferli við tilnefningu stjórnarmanna og stuðla þannig að aukinni fagmennsku og skilvirkni stjórnar. Nefndin gerir það meðal annars með því að leggja mat á hæfni, reynslu og þekkingu núverandi og mögulegra stjórnarmanna, með faglegt starf stjórnarinnar sem teymis að markmiði. Í þessu skyni leggur tilnefningarnefndin fram tillögu að samsetningu stjórnar fyrir aðalfund. Með þessu móti vinnur nefndin í anda kafla 2.2 í Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti. Þar segir að „samsetning stjórnar [skuli] vera í samræmi við starfsemi og stefnu félagsins, þróunarstig þess og aðra viðeigandi þætti í rekstri þess og umhverfi. Stjórnin skal bera með sér fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu og skal stefnt að því að kynjahlutföll í stjórn séu sem jöfnust.“
Virðingarfyllst, tilnefningarnefnd Sýnar