Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Aðalfundur Sýnar hf.

Aðalfundur Sýnar hf. var haldinn föstudaginn 22. mars 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík. Hér á síðunni má finna fundargögn síðasta aðalfundar og frá fyrri árum.

Aðalfundur Sýnar hf. 2019

Heiti PDF
Framboð til stjórnar (eyðublað)
Framboð til varastjórnar (eyðublað)
Framboð til tilnefningarnefndar (eyðublað)
Ársreikningur
Auglýsing
Önnur auglýsing
Dagskrá og tillögur stjórnar
Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar
Skýrsla starfskjaranefndar
Skýrsla tilnefninganefndar - Uppfært
Skýrsla tilnefninganefndar
Umboð
Framboð til aðalstjórnar
Niðurstöður aðalfundar
Samþykktir
FundargerðEldri fundargögn

Heiti Sækja
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2018
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2017
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2016
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2015
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2014
Aðalfundur Fjarskipta hf. 2013

Tilnefningarnefnd

Sýn hf. varð fyrst skráðra félaga á hlutabréfamarkaði á Íslandi til að koma á fót svokallaðri tilnefningarnefnd og starfsreglum fyrir hana haustið 2014. Skipan nefndarinnar er í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtaka atvinnulífsins, um stjórnarhætti fyrirtækja, frá árinu 2015 og leiðbeiningar OECD frá árinu 1999.

Í tilnefningarnefnd Sýnar hf. sitja þrír nefndarmenn og eru tveir þeirra kosnir á hluthafafundi félagsins og einn tilnefndur af stjórn félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu fyrir aðalfund þess og við þá vinnu taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Markmiðið er að að stuðla að aukinni fagmennsku, gagnsæi og skilvirkni við myndun stjórnar Sýnar hf. hverju sinni.

Tilnefningarnefnd Sýnar hf. skipa sem stendur:

  • Ragnheiður Dagsdóttir, formaður nefndarinnar
  • Þröstur Ólaf Sigurjónsson
  • Hjörleifur Pálsson

Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu.

Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins, sem fram fer þann 20. mars 2020, geta komið áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina. Netfang tilnefningarnefndar er: tilnefningarnefnd@syn.is