Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Við styðjum íslenska nýsköpun

Vodafone (Sýn) er hluti af alþjóðlegri heild og starfar í alþjóðlegu umhverfi sem veitir ákveðið forskot varðandi gæði og nýsköpun og er áhersla lögð á gott samstarf við Vodafone Group.

Við styðjum við og vinnum með íslenskum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum.

IoT (Internet of things)

Hefur félagið komið að ýmsum nýsköpunarverkefnum á mismunandi þroskastigum. Nýsköpun í vöru- og þjónustuframboði skapar bæði aukið virði fyrir félagið og samfélagið sem við störfum í. Dæmi um nýsköpunarverkefni sem Sýn hefur tekið þátt í má finna í IoT lausnum Vodafone sem munu vaxa hratt á næstu árum.

Íslenski Sjávarklasinn

Sýn er þátttakandi í klasasamstarfi Íslenska Sjávarklasans. Klasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Startup Iceland

Sýn er samstarfsaðili Startup Iceland ráðstefnunnar. Markmið samstarfsins er að styðja við nýsköpun í tæknigeiranum á Íslandi og aðstoða frumkvöðla við að koma lausnum sínum á markað.

Startup Tourism

Sýn var einn af stofnaðilum viðskiptahraðalsins Startup Tourism, en honum er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.