Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Vinnustaðurinn

Erum við að leita að þér?

Sýn er þjónustufyrirtæki og við leggjum okkur fram við að veita góða og skjóta þjónustu. Við erum jákvæð, jafnt inn á við sem út á við, við tökum verkefnin hátíðlega en ekki okkur sjálf.

Starfsfólk er ráðið á faglegum forsendum og ráðningar grundvallaðar á vel skilgreindum hæfniskröfum. Við tökum vel á móti nýliðum og leggjum áherslu á að þeir upplifi sig strax sem hluta af sterkri liðsheild.

Frábært tækifæri

Sýn vill skapa tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi áskoranir.

Góður starfsandi

Góð stemming, spennandi verkefni og öflugt starfsmannafélag er það sem gerir vinnustaðinn skemmtilegan.

Við erum sífellt að læra

Til að Sýn sé ávallt fremst á sínu sviði viljum við auka faglega þekkingu og hæfni með fræðslu og þjálfun.

Fjölbreytt vinnuaðstaða

Hjá Sýn eru engar skrifstofur en nóg af fundarherbergjum, verkefnaherbergjum og annarskonar vinnuaðstöðu sem hvetur til skapandi hugsunar og samvinnu.

Meistaramáltíðir í BESTA Bistro

Starfsfólk snæðir hádegismat á veitingastaðnum BESTA Bistro á 6. hæð, en þar framreiðir landsliðskokkurinn Steinn Óskar Sigurðsson meistaramáltíðir á hverjum degi.

BESTA vinnuumhverfið

Sumarið 2017 fluttum við í glæsilegar höfuðstöðvar að Suðurlandsbraut 8. Húsnæðið er sniðið að þörfum starfsmanna og aðstaðan tæknileg og nútímaleg.