Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Framkvæmdastjórn Sýnar

Framkvæmdastjórn félagsins ber ábyrgð á daglegum rekstri þess og fylgni við rekstraráætlanir.

Forstjóri

Herdís Dröfn Fjeldsted

Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar og kom til starfa um miðjan janúar 2024. Herdís hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi en hún var áður forstjóri Valitor þar sem hún leiddi félagið í gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Herdís hefur setið í fjölmörgum stjórnum bæði á Íslandi sem og erlendis. Hún var m.a. stjórnarformaður Icelandic Group og VÍS, varaformaður stjórnar Promens, stjórnarmaður í Icelandair Group, Invent Farma, Medicopack A/S og Copeinca AS. Herdís er formaður stjórnar Eyris Venture Management.

Herdís útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðamarkaðssetningu úr Tækniháskóla Íslands árið 2004 og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Herdís er auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum.

Framkvæmdastjóri fjármála

Eðvald Ingi Gíslason

Eðvald Ingi Gíslason er fjármálastjóri Sýnar og kom til starfa í maí 2024. Hann kom til Sýnar frá Kviku banka þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Deildin var í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku og samstæðu hennar, þ.á.m. Kviku eignastýringar, Straums, Aurs, Netgíró og Skilum, ásamt bresku félögunum Kvika Securities ltd. og Ortus Secured Finance. Hann sat einnig í stjórn innheimtufélags Kviku, Skilum ehf.

Þar áður starfaði Eðvald sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku.

Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Framkvæmdastjóri upplýsingatækni

Gunnar Guðjónsson

Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélags Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000.

Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs

Páll Ásgrímsson

Páll Ásgrímsson er aðallögfræðingur félagsins en undir hann heyra einnig gæða- og öryggismál, samskiptamál, aðfangastýring og verkefnastýring. Páll kom til starfa hjá félaginu 2014 en áður var hann einn af eigendum lögfræðistofunnar Juris. Hann er reynslumikill lögmaður á sviði félagaréttar, auk þess að hafa sérhæft sig á sviði fjarskipta-, upplýsingatækni- og samkeppnisréttar. Um árabil starfaði Páll sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans (síðar Skipta) auk þess að búa að reynslu frá EFTA og ESA í Brussel og Samkeppnisstofnun. Páll hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja innan fjarskiptageirans, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf. og Skjásins ehf.

Framvæmdastjóri Fjarskipta

Sesselía Birgisdóttir

Sesselía Birgisdóttir er fædd árið 1976. Hún hefur frá árinu 2021 starfað sem forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Þar áður starfaði Sesselía sem framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðssviðs hjá Íslandspósti. Á árunum 2016 til 2019 starfaði hún sem sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía hefur lokið M.Sc. námi í stjórnun mannauðs, með áherslu á þekkingar og breytingarstjórnun frá Lundar háskóla í Svíþjóð og M.Sc. námi í alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun frá Lundar háskóla í Svíþjóð.

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri fjarskipta
Framkvæmdastjóri mannauðs

Valdís Arnórsdóttir

Valdís Arnórsdóttir hóf störf sem mannauðstjóri Sýnar í byrjun janúar 2024. Undir mannauðssvið heyra mannauðsmál, eignaumsýsla og Besta Bistró. Valdís kemur til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, lengst af sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi Marel auk þess að leiða alþjóðlegt krísuteymi Marel. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Valdís er með víðtæka innlenda og alþjóðlega reynslu í mannauðsmálum, rekstri, stefnumótun, breytingastjórnun og krísustjórnun.

Valdís er með cand. oecon próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998 og síðan þá hafa margskonar minni gráður bæst við, nú síðast Viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias 2023.