Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Framkvæmdastjórn Sýnar

Framkvæmdastjórn félagsins ber ábyrgð á daglegum rekstri þess og fylgni við rekstraráætlanir.

Forstjóri

Stefán Sigurðsson

Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Stefán tók við stöðu forstjóra í maí 2014. Áður var hann framkvæmdastjóri VÍB, Eignastýringarsviðs Íslandsbanka, auk þess að eiga sæti í framkvæmdastjórn, viðskiptanefnd og fjárfestingarráði bankans og öðrum undirnefndum. Stefán er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla, og býr að mikilli reynslu af rekstri, stefnumótun og innleiðingu, uppbyggingu sölu og þjónustu, til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta. Stefán situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar
Framkvæmdastjóri tækni og innviða

Kjartan Briem

Kjartan Briem er framkvæmdastjóri tækni og innviða. Kjartan hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess í núverandi mynd. Frá 2009 hefur hann farið fyrir tæknisviði félagsins en fyrir það var hann forstöðumaður notenda- og símkerfa þess. Kjartan starfaði sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma frá árinu 2000 og fyrir það um fjögurra ára skeið hjá Símanum. Kjartan er með MSc gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet.

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn
Aðallögfræðingur

Páll Ásgrímsson

Páll Ásgrímsson er aðallögfræðingur Vodafone en undir hann heyra einnig gæða- og öryggismál, samskiptamál, aðfangastýring og verkefnastýring. Páll kom til starfa hjá félaginu 2014 en áður var hann einn af eigendum lögfræðistofunnar Juris. Hann er reynslumikill lögmaður á sviði félagaréttar, auk þess að hafa sérhæft sig á sviði fjarskipta-, upplýsingatækni- og samkeppnisréttar. Um árabil starfaði Páll sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans (síðar Skipta) auk þess að búa að reynslu frá EFTA og ESA í Brussel og Samkeppnisstofnun. Páll hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja innan fjarskiptageirans, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf. og Skjásins ehf.

Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar
Framkvæmdastjóri fjármála og reksturs

Hrönn Sveinsdóttir

Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs, hún hóf störf hjá Fjarskiptum árið 2005 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hrönn starfaði áður hjá P. Samúelssyni hf./Toyota frá árinu 1992, fyrst sem deildarstjóri reikningahalds og frá árinu 1999-2005 sem framkvæmdastjóri Fjármála- og starfsmannasviðs. Auk þess hefur Hrönn setið í stjórn fjölda fyrirtækja. Hrönn lauk prófi sem viðskiptafræðingur Cand. Oceon af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1992.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Sýn
Rekstrarstjóri

Þorvarður Sveinsson

Þorvarður er rekstrarstjóri félagsins. Hann hefur starfað hjá félaginu frá 2015 og leitt stærri þróunarverkefni félagsins sem yfirmaður stefnumótandi verkefna og er stjórnarformaður Hey í Færeyjum. Áður starfaði Þorvarður að þróunarmálum hjá Skiptum og Klakka og sem verkefnastjóri hjá Kögun auk þess að hafa setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Þorvarður er menntaður fjarskiptaverkfræðingur frá Harvard University.

Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækja og þróunar hjá Sýn