Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

7. febrúar 2018

Vodafone verður einn af bakhjörlum KSÍ

Stefán Sigurðsson forstjóri Sýn og og Guðni Bergsson, formaður KSÍ

Vodafone á Íslandi (Fjarskipti hf.) skrifaði í dag undir samstarfssamning við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og er þar með orðið einn af bakhjörlum sambandsins, sem hafa það sameiginlega markmið að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um land allt.

Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðum landsliðsins erlendis þar sem Vodafone á Íslandi byggir þjónustu og vöruúrval í nánu samstarfi við Vodafone Group, eitt stærsta og öflugasta fjarskiptafélag í heimi. Stöð 2 Sport, sem er einn miðla Fjarskipta, á fyrir í víðtæku samstarfi við KSÍ. Stöð 2 Sport er með sýningarrétt að öllum helstu íslensku knattspyrnumótunum, s.s. Pepsi-deild karla og kvenna, bikarkeppni karla og kvenna sem og mótum á undirbúningstímabili.

„Vodafone er stolt af því að vera bakhjarl öflugs starfs KSÍ hvort sem kemur að grasrótarstarfi sem og öflugum landsliðum karla og kvenna. Nýjar höfuðstöðvar okkar eru með gott útsýni yfir Laugardalsvöllinn og við finnum greinilega fyrir miklum áhuga sem velgengni landsliða okkar hefur kveikt bæði meðal viðskiptavina og erlendra samstarfsaðila. Miðlar okkar hafa mikla aðkomu að íþróttum og tengdri framleiðslu þar sem Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt á Þjóðadeild UEFA, þar sem karlalandsliðið okkar tekur þátt í núna í haust, og Evrópumeistaramóti karla árið 2020. Næsta stóra verkefni fyrir íslenskt landslið er heimsmeistarakeppnin í ár þar sem við munum styðja við þétt bakið á KSÍ og fylgjast spennt og stolt með eins og þjóðin öll“, segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone.