Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

9. maí 2018

Vodafone (Sýn hf.) hástökkvarinn í nýrri skýrslu PFS

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík

Vodafone er hástökkvari íslenskra fjarskiptafyrirtækja hvort sem kemur að fjölda á farsímamarkaði, vexti í gagnamagni, gagnatengingum og gagnvirku sjónvarpi (IPTV) á árinu 2017, samkvæmt riti Póst- og fjarskiptastofnunar, Tölfræði um íslenskra fjarskiptamarkaðinn 2017. Þetta er fyrsta skýrsla PFS sem kemur út eftir sameiningu Vodafone og 365 þann 1. desember síðastliðinn. Samanburðurinn byggir á tölfræði fyrir stöðu Vodafone fyrir ári síðan og sameinaðs félags Vodafone og fjarskipta- og ljósvakahluta 365 undir merkjum Sýnar nú. Á árinu 2017 var vöxturinn frá 16% til 128% á eftirfarandi sviðum:

Farsími fjöldi áskrifta

Fjölgun úr 129.028 í 151.359 eða um rúmlega 17%. Markaðshlutdeild Vodafone (Sýnar) er 32,8%. Þetta er í fyrsta sinn sem Vodafone mælist stærri en Síminn í fjölda farsímaáskrifta.

Gagnatengingar (Heimatengingar)

Fjölgun úr 35.623 í 49.557 eða um rúmlega 39%. Markaðshlutdeild Vodafone (Sýnar) er 37,1%.

IPTV fjöldi áskrifta

Fjölgun úr 38.135 í 50.855 eða um rúmlega 33%. Markaðshlutdeild Vodafone (Sýnar) er 47,4% í gagnvirku sjónvarpi (IPTV).

Gagnamagn á farsímaneti

Aukning úr um 1.860.345 GB í 4.239.922 GB eða um 128%, sem er sú mesta meðal fjarskiptafyrirtækjanna. Markaðshlutdeild Vodafone (Sýnar) er 16,7%.