Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

19. febrúar 2019

Vísir mest lesni vefur landsins

Fagnað á Vísi

Vísir var mest lesni vefur landsins í síðustu viku, samkvæmt mælingum Gallup. Með mælingunni er hægt að fylgjast með lestrartölum hjá helstu vefmiðlum landsins og raunar hægt að rýna talsvert í tölurnar. Meðalfjöldi lesenda Vísis í síðustu viku var 167,446 notendur.

Eftir aðskilnaðinn við ritstjórn Fréttablaðsins fyrir ári dró í sundur með Vísi og Mbl.is í nokkra mánuði en munurinn hefur hins vegar farið minnkandi undanfarnar vikur. Vísir hefur reglulega verið með meiri uppsafnaðan lestur yfir vikuna og er nú líka með mestan lestur í daglegum notendum.

„Þetta er tveggja turna tal og mikil barátta í hverri einustu viku að vera fyrst með bestu fréttirnar. Lestrartölurnar eru svo góður bónus. Þetta er fyrst og fremst hvatning um að halda okkar striki á fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis og færa lesendum áfram vandaðar fréttir, auk þess að gefa afþreyingu og skemmtun sitt rúm líka,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis.