Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

12. september 2018

Úthlutun úr Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2

Tæknimaður að störfum

Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 9.950.000 kr. úr sjóðnum. Alls sóttu 87 um styrk úr sjóðnum en 55 hlutu styrk að þessu sinni.

Hæstu styrkina hlutu Gyða Valtýsdóttir og Agent Fresco, eða 500.000 krónur hvor. Markmið sjóðsins er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar. Tónskáldasjóðurinn hefur verið starfandi frá árinu 2006.

„Það er sannarlega ánægjulegt að sjá alla gróskuna og hæfileikafólkið sem starfar að íslenskri tónlist. Það er í senn ánægjulegt og mikilvægt að geta stutt við sköpun nýrrar íslenskrar tónlistar og efla þannig og auðga íslenska menningu og fjölmiðlastarfsemi um leið,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar og stjórnarmaður í Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Eftirtalin hlutu styrk úr sjóðnum:

  • Agent Fresco
  • Andrés Þór Gunnlaugsson
  • Ari Bragi Kárason
  • Baldvin Snær Hlynsson
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir
  • Borgar Magnason
  • Einar Bárðarson
  • Einar Torfi Einarsson
  • Elísa Newman
  • Fufanu
  • Guðmundur R. Gíslason
  • Gunnar Andreas Kristinsson
  • Gunnar Hilmarsson
  • Gyða Valtýsdóttir
  • Hafdís Huld
  • Hafsteinn Þórólfsson
  • Hallur Ingólfsson
  • Hannes Birgir Hjálmarsson
  • Haraldur Ægir Guðmundsson
  • Haraldur Reynisson
  • Haukur Heiðar Hauksson
  • Helgi Rafn Ingvarsson
  • Herbert Guðmundsson
  • Hildur Kristín
  • Ingi Bjarni Skúlason
  • Ingunn Huld Sævarsdóttir
  • Ingvi Þór Kormáksson
  • Jesper Pedersen
  • Jófríður Ákadóttir
  • Jónas Sigurðsson
  • Karl Olgeir Olgeirsson
  • Karl Tómasson
  • Katrín Helga Ólafsdóttir
  • Kristján Hreinsson
  • Kyriama family
  • Lára Rúnarsdóttir
  • Margrét Kristín Sigurðardóttir
  • María Magnúsdóttir
  • Mezzoforte
  • Michael Jón Clarke
  • Mógil
  • Oddur Hrafn Björgvinsson
  • Ómar Guðjónsson
  • Örn Gauti Jóhannsson
  • Páll Ragnar Pálsson
  • Ragnhildur Veigarsdóttir
  • Rósa Guðrún Sveinsdóttir
  • Rúnar Þór Pétursson
  • Salka Valsdóttir
  • Sigmar Þór Matthíasson
  • Sigurður Árni Jónsson
  • Sölvi Jónsson
  • Stephan Stephensen
  • Stuðmenn
  • Úlfur Eldjárn