Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

19. desember 2018

Þú finnur jólastemninguna á Stöð 2

Jólin eru á Stöð 2

Framundan er hátíð ljóss og friðar og kærkomið jólafrí handan við hornið. Samvera með vinum og fjölskyldu er auðvitað í forgangi en líka tími til að liggja í leti og njóta þess sem er í sjónvarpinu. Að vanda býður Stöð 2 upp á sannkallaða jólaveislu fyrir alla fjölskylduna um hátíðarnar. Á Þorláksmessu má stytta biðina með því að kjamsa á skötu og horfa á klassískar jólamyndir á borð við Elf, National Lampoon‘s Christmas Vacation og Die Hard.

Á aðfangadag verður jólalegasta jólamynd allra tíma, Miracle on 34th street, sýnd á Stöð 2 og í opinni dagskrá klukkan 23:00 á aðfangadagskvöld syngjum við inn jólin með Jólatónleikum Fíladelfíu.

„Meðal stórmynda sem prýða jóladagskrána í ár er Kingsman: The Golden Circle og Justice League Part One og verðlaunamyndirnar Three Billboards Outside Ebbing Missouri og Greatest Showman. Yngsta kynslóðin fær eitthvað fyrir sinn snúð en Skoppa og Skrítla frumsýna nýja þáttaseríu að morgni Þorláksmessu. Milli jóla og nýárs verður sýndur sérstakur þáttur þar sem við skyggnumst bak við tjöldin við gerð Suður Ameríska draumsins. Íslenska bíómyndin Fullir vasar verður þá á kvölddagskránni 28. desember næstkomandi," segir Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri Stöðvar 2 sem hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur enda jólin háannatími á Stöð 2.

„Ekki má gleyma Kryddsíld fréttastofunnar, sem er rótgróin hefð á Stöð 2, í beinni útsendingu á Gamlársdag. Svo á Nýársdag sýnum við upptöku frá glæsilegum tónleikum Frikka Dórs í Kaplakrika,“ segir Jóhanna og minnir jafnframt á að Stöð 2 Maraþon býður upp á mikið úrval jólamynda og vinsælla þáttaraða Stöðvar 2 í heild sinni sem njóta má allt þar til þorrinn gengur í garð.